
Um Yasser Arafat var sagt að hann væri allt annar maður eftir því hvort hann var að tala við Palestínumenn heima í Ramallah eða við alþjóðasamfélagið í gegnum heimspressuna.
Arafat var mjög herskár heimafyrir, en þegar hann talaði við erlenda fjölmiðla var hann eins og dúfa – maður friðarins.
Vilhjálmur Egilsson minnir svolítið á Arafat að þessu leyti.
Það var að minnsta kosti tekið til þess að sá Vilhjálmur sem talaði fyrir framan erlenda hagfræðinga á ráðstefnunni í Hörpu í október var allur annar maður en ræðir við fjölmiðla á Íslandi og talar um „vesæla“ ríkisstjórn.