
AMX-vefurinn hefur verið heldur rólegur upp á síðkastið og liggur við að maður sé farinn að sakna hans.
AMX-verjar eru þó ekki dauðir úr öllum æðum, því í dag birtist lítill pistill þar – hreint eitraður.
Í pistlinum er sagt frá því að spéfuglar séu komnir með nýtt nafn á fjármálaráðherra landsins, hún hafi fengið heitið Skattný.
Er þetta fyndið?
Dæmi nú hver fyrir sig.