fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Bankastjórarnir og launin

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. janúar 2012 10:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það dynja yfir mann fréttir af ákafri kjarabaráttu bankastjóra. Þeim svíður greinilega hin bágu kjör.

Bankastjóri Seðlabankans, Már Guðmundsson, vill fá hækkun upp á 300 þúsund krónur á mánuði. Segir að um það hafi verið samið við sig.

Reyndar var það svo að launafólk víða um land – og líka hjá hinu opinbera – tók á sig kauplækkanir eftir hrunið og mætti kannski segja að væri sómi að ef seðlabankastjóri – sem á að gæta stöðugleika í landinu – væri stoltur af því að hafa lagt sitt af mörkum.

Þessar launakröfur Más vekja reyndar spurningar um hvernig var staðið að ráðningu hans á sínum tíma. Staðan var auglýst, en það var uppi orðrómur um að í raun hefði verið búið að semja við Má bak við tjöldin.

Er ekki hér komin staðfesting á því?

Annar bankastjóri sem er óánægður með kjör sín er Steindór Pálsson í Landsbankanum. Hann kom í sjónvarpsviðtal og kvartaði. Bankaráð Landsbankans vill fá völd til að ákveða kjör hans – samtryggingin lætur ekki að sér hæða.

Steindór vill fá sömu laun og stjórar bankanna sem eru í eigu vogunarsjóða. En – því miður – Landsbankinn er ríkisbanki og Steindór er ríkisforstjóri. Hví ætti hann til dæmis að hafa hærri laun en forsætisráðherra eða forsetinn – er ábyrgð hans meiri, starfið vandasamara?

Hver eiga laun bankastjóra að vera? Hefur ekki hrunið einmitt sýnt okkur að það er nákvæmlega engin fylgni milli ofurlauna í bönkum, hæfni og árangurs í starfi?

Hlutfallið gæti jafnvel verið öfugt – semsé að þeim mun lægri sem launin eru hjá bankastjórum, þeim mun heilladrýgra sé það fyrir samfélagið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar