fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Furðulegur frambjóðendahópur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. janúar 2012 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Lizz Winstead dregur karlahópinn sem berst fyrir tilnefningu Repúblikana sundur og saman í háði.

Þarna er Newt Gingrich sem varð fyrir svo miklu álagi við að elska föðurland sitt að hann varð að halda framhjá konunni sinni. Hann spáir því að Bandaríkin verði veraldlegt guðlaust land – þar sem róttækir íslamistar deila og drottna.

Þarna er Rick Santorum sem er með homma á heilanum – áhugi frambjóðendanna á kynlífi, sérstaklega samkynhneigðra, er reyndar furðulega mikill. Santorum óttast líka getnaðarvarnir.

Rick Perry vill ekki heldur að samkynhneigðir fái að giftast eða að þeir séu í hernum. Hann er sköpunarsinni, telur rétt að kenna sköpunarkenninguna jafnhliða þróunarkenningunni.

Og svo er það Mitt Romney – sérstakur vinur stórfyrirtækjanna, Forbes 500, eins og Lizz Winstead orðar það. Hann er líklegastur til að verða frambjóðandinn gegn Obama vegna þess að hann virkar nánast frjálslyndur við hlið hinna.

En er það þó ekki. Romney virðist þó hafa ágæta hæfileika til að skipta um ham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar