fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Formúlur og aðrar bækur

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. janúar 2012 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sagt að Hollywoodmyndin sem er byggð á fyrstu bókinni í Milleniumþríleik Stiegs Larsson sé að kolfalla – samt er það sjálfur James Bond, Daniel Craig, sem er í aðalhlutverki. Og myndin þykir ekki slæm.

Eins og stendur er ólíklegt að ráðist verði í að gera myndir eftir hinum tveimur bókunum.

Ég held að ástæðan fyrir þessu sé nokkuð einföld – það er komin nokkur mettun í markaðinn. Bækur Larssons eru ágætar fyrir sinn hatt, sú fyrsta er reyndar mjög æsileg, en svo þynnast þær út – það eru mjög langdregnir kaflar í síðari tveimur bókunum. Bækurnar hafa verið áberandi í hillum bókaverslana í mörg ár – og það voru gerðar eftir þeim þrjár kvikmyndir í Svíþjóð.

Mér fannst þær reyndar lítt áhugaverðar – og hef ekki haft þolinmæði til að horfa á þær til enda. Hafi maður lesið bækurnar bættu þær engu við.

Svipuð mettun kom upp varðandi Dan Brown. Menn virtust um tíma ekki geta fengið nóg af bók hans Da Vinci lyklinum. Það var gerð kvikmynd með sjálfum Tom Hanks. Svo var beðið eftir nýrri bók eftir Brown. hún kom loks og kallaðist The Lost Symbol. Bókin sökk eins og steinn og var hún þó skrifuð eftir sömu formúlu og fyrri bækur hans og með sömu aðalpersónu.

Þetta eru auðvitað formúlubókmenntir sem hættir til að verða giska fyrirsjáanlegar. Hver höfundur hefur sitt afbrigði af formúlunni og bregður sjaldnast mikið út af henni. Sumt í skandinavísku glæpasögunni er orðið svo klisjukennt að vekur ekki beint spennu.  Á fyrstu blaðsíðunum er framinn glæpur, gjarnan í myrkri við dularfullar aðstæður, svo er kippt yfir til lögreglunnar og þar birtast týpur sem eru þekktar úr bók eftir bók.

Svo eru til bókmenntir sem eru andstæða þessa.

Ég er til dæmis að lesa nýjustu bók japanska höfundarins Harukis Murakamis sem nefnist 1Q84. Þetta er þriggja binda verk, ógurlega langt, mikið af lesmáli á hverri síðu.

Ég er að komast á blaðsíðu 100 og enn veit ég varla hvað höfundurinn er að fara. En þetta er samt nógu forvitnilegt – og nýstárlegt – til að ég held áfram að lesa.

 

Kápan á hinni stóru bók Murakamis. Hún varð ógurleg metsölubók í Japan, seldist í milljón eintökum fyrsta mánuðinn eftir að hún kom út.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar