fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Höfundar Svörtu bókarinnar um kommúnismann og Stasilands

Egill Helgason
Laugardaginn 22. september 2012 09:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er einn þeirra sem legg orð í belg á ráðstefnu sem fer fram í Öskju í dag. Ráðstefnan ber yfirskriftina Evrópa fórnarlambanna: Kommúnisminn í sögulegu ljósi.

Tveir gestir á ráðstefnunni vekja einkum athygli mína, annar er franski sagnfræðingurinn Stéphane Courtois, en hann var aðalritstjóri Svörtu bókarinnar um kommúnismann sem kom út í Frakklandi 1997 og vakti miklar deilur.

Höfundar bókarinnar reyna að gera nokkuð nákvæma grein fyrir glæpum kommúnismans – og freista þess að kasta tölu á hversu mörg mannslíf hann kostaði. Það er náttúrlega ekki einfalt reikningsdæmi, en talan er í kringum 100 milljónir manna.

Annar gestur er ástralski rithöfundurinn Anna Funder. Hún er höfundur frægrar bókar sem nefnist Stasiland. Bókin fjallar um lífið í Austur-Þýskalandi á tíma kommúnismans þar – sem stundum var nefndur í háði marxismus-senilismus.

Núorðið finnst manni Þýska alþýðulýðveldið vera hjákátlegt lítið ríki, en auðvitað var það dauðans alvara fyrir íbúana sem bjuggu undir stanslausu eftirliti og áreiti frá öryggislögreglunni Stasi.

Mitt hlutverk á þessari ráðstefnu er örlítið, en þessir tveir höfundar eru ágætur félagsskapur enda las ég báðar ofantaldar bækur stuttu eftir að þær komu út.

Stéphane Courtois.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt