
Kreppur eru af ýmsu tagi – og sú sem höfum verið að upplifa er eins sú skæðasta. Miðað við tapið er Ísland að komast furðu vel út úr kreppunni, flestöllum ber saman um það. Slæmar efnahagshorfur í Evrópu geta þó ógnað batanum.
En hér er kominn góður hagvöxtur og svo virðist verða áfram næstu árin. Atvinnuleysi minnkar hratt. Eins og segir í grein Magnúsar Halldórssonar á Vísisvefnum er líklega framundan tímabil mikillar uppbyggingar.
Hér er hins vegar hagfræðingurinn Ragnar Árnason sem telur að kreppan sé ekki búin fyrr en aftur er komið árið 2008. Þá líklega fríkástandið sem þá var með hlutabréfamarkaðnum í 9000 stigum og öllu klabbinu – og einhverri mestu efnahagsbólu allra tíma.