
Þóra Arnórsdóttir gerir að umtalsefni að Ólafi Ragnari Grímssyni sé tamt um að tala um sig í þriðju persónu.
Þetta er nokkuð sem ég hef margoft vakið athygli á, en ég hef ekki orðið var við að aðrir hafi tekið það upp.
Ólafur segir gjarnan „forseti“ eða „forsetinn“ þegar hann talar um sjálfan sig. Stundum er dálítið holur hljómur í þessu.
En þetta er mjög í samræmi við þá venju á Íslandi að forsetinn sé hálfgildings kóngur (eða drottning).
Einn franskur fræðimaður orðaði það svo á tíma Vigdísar að embættið væri quasi-regal.