fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Sjötugur Bítill

Egill Helgason
Mánudaginn 18. júní 2012 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var strákur var einhver dýrmætasta eign mín bók sem hét The Beatles – Illustrated Lyrics. Mamma keypti bókina í London og gaf mér.

Þetta var hefti með textum Bítlanna – myndskreytt af þekktum listamönnum. Margar myndirnar voru sérlega fallegar, aðrar mjög sniðugar – flestar eru þær greiptar í vitund mína. Ég get nánast flett bókinni í huganum.

Ég lærði líka textana – ég held að enn kunni ég texta við nánast öll Bítlalög. Ég hef reyndar alltaf átt fremur auðvelt með að muna söngtexta.

Ein af myndunum varð nokkuð fræg á sínum tíma. Hún var aftast í bókinni og sýnir hvernig teiknari ímyndar sér að Bítlarnir muni líta út þegar þeir eru orðnir gamlir.

Þetta hefur ekki beinlínis ræst – John og George létust fyrir aldur fram, og ekki líta Paul og Ringo út eins og á myndinni fyrir neðan.

McCartney er sjötugur í dag. Ég hef notið þess að sjá hann á tónleikum tvívegis síðustu árin – í seinna skiptið í París stuttu fyrir síðustu jól. Þar spilaði hann og söng af miklum móð í þrjá klukkutíma. Fáir yngri menn hefðu leikið það eftir honum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Góð tíðindi af Orra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé