

Það er rétt hjá Jónasi Kristjánssyni að fáránlegt er að halda því fram eins og einhverri trúarsetningu að erfðabreytt matvæli séu skaðlaus. Þetta eru líka mál sem þarf að skoða í miklu víðara samhengi.
Mikil umræða fer fram um erfðabreytta ræktun í heiminum, og meðal þess sem er litið til er vöxtur ofurillgresis sem erfitt er að ráða við – það er nefnilega aldrei hægt að vita hvar fiktið endar – og svo hinar félagslegu afleiðingar sem felast í vexti risafyrirtækja eins og Monsanto. Monsanto er líklega verst þokkaða fyrirtæki í heiminum, en eitt markmið þess er að ná einkarétti á sáðkorni. Þetta hefur valdið miklum hörmungum meðal bænda víða um heim.
Hér er grein úr Guardian þar sem segir að vísindamenn séu hræddir við að andmæla framrás erfðabreyttrar ræktunar – þetta getur meðal annars kostað þá styrkjafé – og að erfðabreytt korn sé ekki að bæta matvælaástandið í heiminum.
