fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Þrýst á um þjóðarakvæði – á tíma forsetakosninga

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. apríl 2012 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreyfingin – og Dögun – stjórnmálasamtökin sem hún er að renna inn í efna til undirskriftasöfnunar gegn nýjum lögum um fiskveiðistjórnun.

Lögin mæta mótspyrnu frá þeim sem vilja engu breyta og þeim sem vilja miklar breytingar.

Það horfir semsagt ekkert sérlega vel fyrir þessari lagasetningu. Í undirskriftasöfnuninni er forseti Íslands hvattur til að samþykkja ekki lögin, fari þau í gegnum Alþingi.

Ef safnast einhver fjöldi undirskrifta, og málið fer í gegnum þingið með minnsta mögulega mun, eru í raun komin skilyrði fyrir því að forsetinn synji lögunum samþykkis – þ.e. samkvæmt því hvernig hann gerði grein fyrir synjun sína vegna Icesave-laganna.

Það gæti semsagt komið upp sú einkennilega staða að Ólafur Ragnar neiti að undirskrifa lög stuttu fyrir kosningar – eða stuttu eftir þær. Hann gæti jafnvel synjað lögunum samþykkis þótt hann hefði verið felldur af forsetastóli, því nýr forseti myndi ekki taka við fyrr en 1. ágúst.

Og þó þetta fari ekki svona, þá gæti verið mikill þrýstingur á forsetann vegna þessarar lagasetningar, einmitt á tíma kosninganna. Það gæti sett strik í reikninginn í kosningabaráttunni.

Því má svo bæta við að í grein í Morgunblaðinu um helgina fjallaði Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi um málskotsréttinn og sagði að ekki væri boðlegt að stór mál væru knúin í gegnum þingið með minnsta mögulega meirihluta.

Tímaramminn er þó slíkur að varla er líklegt að eftirmaður Ólafs Ragnars þyrfti að glíma við þetta mál – nema þá síðar. Það verður alltaf annað tækifæri þegar kvótadeilurnar eiga í hlut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar