fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Að kjafta frá

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. apríl 2012 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumum ríkisstjórnum fyrri ára var mikið kvartað undan því að menn „hlypu“ með mál í fjölmiðla.

Það hentaði betur að ræða málin á lokuðum fundum ríkisstjórna, og þó ekki ríkisstjórna – því sá siður hefur lengi verið við lýði á Íslandi að formenn flokka í samsteypustjórn fari í raun með stjórn landsins sín á milli. Tali ekki við annað fólk frekar en þeim sýnist.

Við höfum séð þetta munstur hvað eftir annað – líka hjá Jóhönnu og Steingrími.

Guðmundur Hálfdánarson prófessor segir að ekki fari vel á því að stjórna ríki eins og rassvasafyrirtæki.

Það eru orð að sönnu.

En það þarf þá kannski að útrýma hugsunarhættinum – sem mótaðist mjög í tíð Davíðs Oddssonar – að það væri óheppilegt að upplýsingar bærust til þjóðarinnar nema þegar það hentaði í áróðursskyni.

Því stjórnmál á Íslandi snúast stjórnmál alltof mikið um áróður og um að skapa sér áróðursstöðu – á kostnað opinnar og upplýstrar umræðu.

Það er talað um að ekki hafi mátt ræða yfirvofandi bankahrun í ríkisstjórn vegna þess að menn óttuðust að Björgvin G. Sigurðarson myndi kjafta frá. En ríkisstjórnir eiga ekki að koma sér í þá stöðu að virka eins og leynifélag þar sem má ekki segja frá. Þessi staða hefði heldur ekki þurft að koma upp ef tekið hefði verið á vandanum fyrr og af einhverjum myndugleik.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar