
Landsdómsmálið gegn Geir Haarde fór nokkurn veginn eins og ég bjóst við, hann er þó sakfelldur fyrir einn ákærulið – að boða ekki til ríkisstjórnarfunda.
Það er kveðið á um þessa landsdómsleið í lögum – og það ber að árétta að þeim hefur ekki verið breytt þótt mörg tækifæri hafi verið til. En hún hefur aldrei verið farin áður – og maður spyr sig við hverju þeir bjuggust sem voru helstu talsmenn hennar?
Því það verður að segjast eins og er – það er erfitt að dæma stjórnmálamenn fyrir vondar ákvarðanir eða fyrir að gera ekki neitt.