fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Sarkozy í vondri stöðu

Egill Helgason
Mánudaginn 23. apríl 2012 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verða hinn frekar litlausi Francois Hollande og Nicolas Sarkozy forseti sem keppa í seinni umferð frönsku forsetakosninganna.

Í raun er merkilegt að sjá hvernig atkvæðin dreifast, það er enginn sem tekur afgerandi forystu. Sarkozy er mjög óvinsæll og fær ekki nema 27,1 prósent. Það er afhroð fyrir sitjandi forseta og skilaboð um að Frakkland sé búið að fá nóg af honum. Hollande fær 28,6 prósent.

Sigurvegari þessarar umferðar er í raun Marine Le Pen, foringi Þjóðfylkingarinnar. Flokkur hennar fær 18 prósent – það þykir mörgum skuggalega há tala fyrir öfgaflokk til hægri.

Nú eru tvær vikur þangað til kosið verður milli Sarkozys og Hollandi. Þá hefst tími þar sem frambjóðendurnir fara að biðla til kjósendanna sem ekki kusu þá í fyrri umferðinni. Hollande þarf að tryggja sér fylgi úr röðum fylgismanna Græningja og vinstri frambjóðandans Jean-Luc Mélenchon, en Sarkozy er í þeirri vondu stöðu að þurfa að reyna að heilla kjósendur Þjóðfylkingarinnar.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með næstu vikurnar, en í svipinn hlýtur að teljast líklegra að Hollande sigri. Það er þó ekki víst – kannski telja sumir kjósendur að Sarkozy sé nógsamlega refsað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar