
Blaðamaðurinn og rithöfundurinn John Carlin skrifar í The Independent og segir að bylting hafi orðið á Íslandi – konurnar hafi tekið yfir og komið landinu á lappirnar eftir að karlarnir settu allt í þrot.
Í greininni fjallar Carlin sérstaklega um Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Birnu Einarsdóttur bankastjóra og Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra.
Carlin er þekktastur fyrir bókina Playing the Enemy, sem fjallar um Suður-Afríku, rugby og Nelson Mandela. Hann hefur áður skrifað um Ísland, það var í maí 2008, en þá lagði hann út af því að þjóðin væri hin hamingjusamasta í heimi í grein í Guardian.