fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Dómstólaleiðin – varla svo óvænt

Egill Helgason
Laugardaginn 21. apríl 2012 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem var vitað þegar Icesave var fellt í annað sinn var að nú væru samningaviðræður ekki í boði lengur. Það yrði líklega farin svokölluð „dómstólaleið“.

Reyndar var mikið viðkvæði á tíma Icesave-deilanna að segja: „Af hverju ekki dómstólaleiðina?“

Það voru semsagt margir sem töldu réttast og best að málið færi fyrir þar til bæra dómstóla. Aðrir sögðu að Evrópuþjóðir myndu ekki vilja setja málið í dóm – það reyndist röng greining. Dómurinn sem fjallar um málið er EFTA-dómstóllinn sem sker úr um ágreiningsmál milli ríkja innan EES.

Samkvæmt því sem var rætt á sínum tíma fellir dómstóllinn sinn úrskurð, en hann er ekki endanlegur, því málið þarf líka að koma til kasta dómstóla á Íslandi – sem munu þá byggja á úrskurði EFTA dómstólsins. Það gæti verið nokkuð langt ferli.

Það er heldur ekki víst að óhagstæður dómur í málinu myndi valda Íslendingum sérstökum búsifjum – það stendur enn að nægt fé sé til í þrotabúi Landsbankans til að greiða Icesave kröfurnar.

Þessi þróun málsins er ekki óvænt og varla heldur sú beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að fá aðild að dómsmálinu. Þarna er verið að skera úr um býsna afdrifaríka huti, innistæðutryggingakerfi og mismunun vegna þjóðernis.

Eftir því sem sérfræðingar segja ættu Íslendingar að standa býsna vel hvað varðar fyrra atriðið – en síður varðandi hið seinna.

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fjallar um þetta í grein í Fréttablaðinu í dag. Það er rétt sem Þorsteinn segir, það voru mikil pólitísk átök um Icesave og að lokum endaði málið í þeim farvegi þar sem það er nú. Það var upplýst val eftir mikla umræðu og varla ástæða til að kvarta yfir því.

Þorsteinn segir að margir hafi talið hyggilegast að semja:

„Einmitt það sjónarmið réði mestu um að ríkisstjórnin og Sjálfstæðisflokkurinn sameinuðust um síðustu úgáfu af Icesave-samningnum. Þessi breiði meirihluti á Alþingi taldi hagsmuni Íslands betur varða í tvíhliða samningi við Breta og Hollendinga. Á hitt borðið réru forseti Íslands, Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin, vinstri vængur VG og minnihluti þingflokks sjálfstæðismanna. Þau höfðu forystu um að það samkomulag var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sú ákvörðun opnaði fyrir aðkomu Evrópusambandsins. Það var skýrt og vel upplýst val. Þeir sem beittu sér fyrir þeim málalokum geta ekki hneykslast nú á þeirri stöðu sem málið er í. Þetta er sá dans sem þeir buðu upp í. Þjóðaratkvæðagreiðslan leysti ekki Icesave-deiluna. Hún flutti hana aðeins úr farvegi tvíhliða samninga og opnaði þar með leiðina að EFTA-dómstólnum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar