fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Frábær La Bohème

Egill Helgason
Föstudaginn 20. apríl 2012 23:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef séð margar uppfærslur af La Bohème, en sýning Íslensku óperunnar í Hörpu er ein sú besta – ef ekki sú allrabesta.

Þetta helgast af ýmsu, einstaklega góðum og samstilltum leikhóp, glæsilegu sjónarspili sem tekst að setja upp í þessu rými – sem þó er ekki óperuhús – krafti og innileika sem ríkir í sýningunni – jú, og auðvitað góðum söng.

Einhvern veginn hefur maður verið skeptískur á óperuflutning í Hörpu, en í þetta sinn tókst það með glæsibrag. Sviðslausnirnar eru afar skemmtilegar, með þök Parísarborgar, skuggamyndir sem birtast á þili, kvikmyndabúta – og sérdeilislega fallega búninga.

Ég sat framarlega, aðeins tveimur röðum frá hljómsveitargryfjunni – þar ofan í er heil sinfóníuhljómsveit – og sýningin ríghélt, maður tók varla eftir tímanum fyrr en hún var búinn.

Ópera hefur ekki áður verið flutt með svo veglegum hætti á Íslandi – þetta tókst frábærlega.

Maður gengur út úr Hörpu eftir svona sýningu og hún er eins og ævintýrahöll – eins og eitthvað sem maður trúir varla að sé á Íslandi, sagði tíu ára sonur minn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar