fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Levon Helm

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. apríl 2012 21:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Levon Helm var trommuleikari og söngvari í hljómsveitinni The Band, einni merkustu rokksveit allra tíma. Hljómsveitarmeðlimir voru frá Kanada, nema Helm, hann var frá Arkansas. Tónninn sem The Band ræktaði var einstakur og sérlega amerískur – blanda af rokki og þjóðlagatónlist úr ýmsum áttum. Hljómsveitarmeðlimir léku á ýmis hljóðfæri, Helm spilaði á mandólín milli þess að hann söng og lamdi húðirnar. Hann var tenging þeirra við uppsprettur bandarískrar tónlistar í Suðurríkjunum.

Þeir eru nú þrír látnir úr The Band, Richard Manuel, Rick Danko og Levon Helm. Það var ólifnaðurinn í kringum rokkstjörnulífið sem felldi Manuel og Danko, en Helm var sterkari á svellinu. Banamein hans var krabbamein. Hann var 71 árs.

Levon Helm lék einnig í kvikmyndum eins og The Coal Miner´s Daughter og The Right Stuff – síðustu æviárin var hann mjög virkur og gaf út plötur sem falla undir þá skilgreiningu að vera americana, Dirt Farmer og Electric Farm. Báðar fengu Grammy verðlaun. Hann hélt tónlistarhátíð í hlöðunni heima hjá sér í Woodstock, svokölluð Midnight Rambles,  sagði þetta vera í anda næturskemmtana sem tíðkuðust í heimasveit hans þegar hann var strákur. Hann hafði fengið krabbamein í háls – sem tók sig aftur upp og dró hann til dauða – og röddin var veikari en áður. Tilfiningin var samt jafn ósvikin.

Hér er Levon Helm í mikilli sveiflu á Last Waltz tónleikum The Band árið 1976. Lagið er The Night They Drove Old Dixie Down. Þetta er einhver besta tónleikamynd sem hefur verið gerð, enda var leikstjórinn sjálfur Martin Scorsese.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar