fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Eyjan

Titanic siglir enn

Egill Helgason
Laugardaginn 14. apríl 2012 17:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega var það satt að Titanic gæti ekki sokkið. Það svamlar allavega enn um í vitund okkar – og gerir væntanlega um ókomna framtíð.

Titanic er eitt af stóru ævintýrunum í sögunni – það hefur allt, dramb, fall, hetjuskap, sorg og dauða og margar litlar sögur sem fléttast inn í stóru söguna.

Undanfarið hef ég séð heilar þrjár myndir sem segja frá Titanic, eða einhvern hluta af þeim. Mynd sem var í sjónvarpinu í gær er eftir höfund þáttanna Downton Abbey – það var nánast eins og Downton Abbey fært yfir á Titanic. Myndin gekk meira og minna út á stéttaskiptinguna sem er aðalatriðið í breskum þáttum af þessu tagi.

Stéttaskiptingin var reyndar ærin á Titanic – hin fræga mynd James Cameron fjallaði mikið um hversu skelfing þvingandi samfélag hástéttarinnar var fyrir einstaklinga. Það sem situr þó meira í manni er að farþegarnir á fyrsta farrými áttu miklu auðveldara með að bjarga sér en þeir sem voru á þriðja farrými.

Þetta er undir lok þess tíma sem nefnist belle epoque – þar hafði hið fína líf hástéttarinnar náð undursamlegri fágun. Tvær heimstyrjaldir bundu í raun endi á þetta. Núorðið hefur hástéttin mjög svipaðan smekk og allir aðrir.

En Titanic siglir semsagt enn – og þeir sem vilja fá brot af sögunni geta til dæmis keypt sér úr sem eru framleidd úr stáli úr skipinu fræga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“