fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Eyjan

Svanfríður og stuðið í Hagaskóla

Egill Helgason
Föstudaginn 13. apríl 2012 14:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Svanfríður sem ætlar að koma saman í Austurbæjarbíói í kvöld var vinsæl þegar ég var í Hagaskóla. Þá máttu hljómsveitir enn koma og halda böll í gagnfræðaskólum – en stuttu síðar bönnuðu skólastjórar það. Það var mikið áfall fyrir hljómsveitabransann, tekjurnar sem sveitirnar gátu haft af spilamennsku snarminnkuðu. Þær höfðu ekki lengur nein verkefni í miðri viku.

Ég veit ekki alveg hvers vegna þetta bann var sett á, það var mikil bannárátta í íslensku samfélagi á þessum tíma, en ég held ekki að hljómsveitirnar hafi verið neitt sérlega siðspillandi. Við tóku ár þar sem var flutt tónlist af plötum á skólaböllum. Svo varð diskóið allsráðandi.

Ég man eftir að minnsta kosti tveimur Hagaskólaböllum með Svanfríði. Þetta var rosa stuðband – og flutningur þeirra mæltist geysivel fyrir, ekki síst trylltu þeir skólabörnin þegar þeir léku Alice Cooper slagarann School´s Out.

Kannski fór það fyrir brjóstið á skólastjórunum?

Svo gaf Svanfríður út plötuna What´s Hidden There? Hafandi verið á böllum með sveitinni keypti ég plötuna. Hún er nokkuð fágæt, skilst mér, og er á vísum stað í hljómplötusafni mínu inni í geymslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“