
Það fór ekki svo að Ólafur Ragnar minnti ekki aðeins á sig, nú þegar er kominn mótframbjóðandi í forsetaembættið sem gæti fellt hann.
Ólafur mun reyndar vera nokkuð í sviðsljósinu í næstu viku, þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kemur í opinbera heimsókn hingað.
Þá verður sjálfsagt rifjað upp hvað Ólafur hefur verið mikill vinur Kínverja – sem er umdeilt.
En það var kannski ekki von á öðru en að rödd Ólafs myndi hljóma frá útlöndum. Hann hefur jú gefið út að eiginlega kosningabaráttu hefji hann ekki strax.
En Ólafur talar beint til fylgismanna sinna á Íslandi – og þeirra sem voru ákafastir á móti Icesave – þegar hann segir í viðtali við bandaríska fréttavéfinn The Business Insider að Gordon Brown ætti að biðja Íslendinga afsökunar á framgöngu sinni gagnvart þeim.