
Í Guardian er skrifað um hinn þýska Sjóræningjaflokk sem nýtur mikillar hylli um þessar mundir – og virðist geta ógnað hefðbundnum flokkum.
Sjóræningjaflokkurinn er aðallega samsettur úr ungum karlmönnum, hugmyndir hans eru mjög óljósar og snúast aðallega um netfrelsi og óánægju með venjulega pólitík.
Flokkurinn hefur nokkuð horft til Besta flokksins á Íslandi – til dæmis kom sendinefnd frá honum hingað til Reykjavíkur og fundaði með Jóni Gnarr.