fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Eyjan

Vaxandi óþol innan VG gagnvart ESB umsókn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 10. apríl 2012 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt á forsíðu Morgunblaðsins gefur til kynna hvernig ástandið verður í pólitíkinni næsta vetur – þegar líður að þingkosningum um vorið.

Vinstri grænir eru mjög farnir að ókyrrast vegna Evrópusambandsumsóknarinnar sem hefur kostað þá mikið fylgi. Aðildarviðræðurnar eru að dragast von úr viti, en stefnan var að ljúka þeim í tæka tíð fyrir kosningarnar. Það mun ekki takast. Samkvæmt fréttum er stefnt að því að opna stóru kaflana fyrir árslok, en ekki víst að það takist. Þess vegna eru Vinstri grænir farnir að þrýsta á um að það fáist einhverjar niðurstöður áður en þær renna upp.

Steingrímur J. Sigfússon segir í fréttinni að þrýsta þurfi á Evrópusambandið um að fara nú að opna lykilkaflana í viðræðunum, ekki síst sjávarútvegskaflann. Ögmundur Jónasson sagði í Silfri Egils um daginn að hann vildi að ferlinu yrði hraðað, og þótt því yrði ekki alveg lokið, ætti að greiða atkvæði um það fyrir kosningarnar.

Þetta sýnir vaxandi óþol VG gagnvart umsókninni og þetta mun lita stjórnarsamstarfið næsta vetur – það er mikil spurning hversu lengi Samfylkingunni tekst að halda óbreyttum kúrsi í viðræðunum við ESB.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar

Karl Ágúst Úlfsson: Átti ekkert að verða bók – svo komu orðin og minningarnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar: Ábyrg stefna eða upphrópanir í útlendingamálum?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!