fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Þórður Snær: Verðlaunuð áhætta

Egill Helgason
Fimmtudaginn 29. mars 2012 13:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson skrifar merkilegan leiðara í Fréttablaðið í dag þar sem hann sýnir fram á að óráðsía og áhættusækni borga sig í íslensku samfélagi en ráðeildarsemi ekki.

Þórður nefnir að höfuðstóll gengistryggðs láns sem tekið var 2002 sé nú helmingi lægri en höfðustóll verðtryggðs láns.

Þórður skrifar:

„Eftir hrun hefur enda þurft að afskrifa á bilinu 70-80% af skuldum fjárfestingar- og eignarhaldsfélaga. Niðurfærslan nemur samtals tæplega 390 milljörðum króna. Þessar afskriftir virðast ekki hafa haft mikil áhrif á persónulega hagi þeirra sem stóðu að baki þessum félögum. Þeir virðast hafa komið sér upp myndarlegum varasjóðum og eignum skráðum á aðrar kennitölur í gegnum arðgreiðslur, laun eða lántökur án ábyrgða sem þeir gengu frá á uppgangstímunum.

Þeir sem fóru langverst út úr íslenska hruninu voru þeir sem skulduðu minnst eða ekkert og tóku litla áhættu. Þeir sem lögðu sparifé sitt í húsnæði eða bifreiðar í stað þess að skuldsetja sig upp í rjáfur. Það er hópurinn sem axlar afleiðingarnar í gegnum verðbólgu og hefur séð eignir sínar étast upp vegna hennar.

Og hvaða lærdóm er þá hægt að draga af hruninu? Varla annan en þann að skynsamlegast sé að vera óskynsamur. Því meiri ráðdeild sem sýnd er í ákvarðanatökum því meiri líkur eru á því að þær setji viðkomandi í verri fjárhagslegri stöðu til framtíðar. Lærdómurinn er að það er alltaf best að fara allur inn, grípa hvert tækifæri til að skuldsetja sig og huga að afleiðingunum eftir á. Og hann er hræðilegt veganesti fyrir komandi kynslóðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar