fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Ný stjórnarskrá og afrekalisti ríkisstjórnarinnar

Egill Helgason
Miðvikudaginn 21. mars 2012 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og staðan er núna virðist ríkisstjórnin ákveðin í að koma í gegn atkvæðagreiðslu um stjórnarskrá samhliða forsetakosningum.

Þetta er eitt af stóru málum stjórnarinnar – sem setti sér afar metnaðarfulla dagskrá í upphafi kjörtímabils.

Það er þó ekki víst að ný stjórnarskrá verði að veruleika þrátt fyrir þetta – þing sem verður kosið í næstu kosningum þarf líka að samþykkja stjórnarskrána, sem og þingið sem nú situr, það er ekkert gefið með að svo verði.

Evrópusambandsaðildin er í algjöru uppnámi – einfaldlega vegna þess að fylgið við hana fer stöðugt minnkandi. Evrópa er í efnahags- og stjórnarfarskreppu og er ekkert á leiðinni út úr henni. Nú er ljóst að ekki verður hægt að klára samningana við ESB fyrir næstu þingkosningar, þá verður hugsanlega komin hér stjórn sem er algjörlega andsnúin ESB aðild.

Það yrði sérkennilegt að vera með aðildarsamning í höndunum en enga ríkisstjórn til að mæla með honum.

Enn eru boðuð ný lög um fiskveiðistjórnun, síðasta tilraun rann út í sandinn því enginn skildi tillögur Jóns Bjarnasonar. Þá fór Steingrímur J. í sjávarútvegsráðuneytið – það virðist algjörlega ljóst að það sem er að koma úr úr þessu er óralangt frá því sem lagt var upp með í byrjun stjórnarsamstarfsins.

Orkumálin eru í uppnámi – það er ljóst að enga sátt er að finna í rammaáætlun um orkunýtingu. Undir eins og VG fer úr stjórn hefjast tilraunir til að virkja út og suður.

Afrekalisti hinnar metnaðarfullu ríkisstjórnar sem tók við fyrir þremur árum er orðin býsna ruglingslegur. Þegar bætast við Icesave og skjaldborgin um heimilin sem ekki varð – þá er ný stjórnarskrá kannski ekki svo mikil sárabót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar