fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Eyjan

Kodak kveður

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. janúar 2012 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég var krakki áttu hérumbil allir Kodak-myndavélar. Litlu kassavélarnar – svo keypti maður filmur sem smellpössuðu í, kubbana – það voru flössin sem voru með fjórar hliðar og maður smellti ofan á vélina, af þeim kom ógurlegur blossi – og svo var farið í Bankastrætið til Hans Petersen þar sem filmurnar voru framkallaðar. Það gerðist ekki samdægurs heldur var oft vikubið.

Maður gat ekki vandað sig mikið við myndatöku með þessu, yfirleitt var nokkuð hátt hlutfall myndanna skemmt og ónýtt og svo var maður oft skammaður fyrir að taka myndir af „engu“. Maður mátti ekki eyða filmunni í vitleysu.

En svo voru það hin augnablikin, Kodak-augnablikin, sem lifa á þessum litlu myndum í gömlum albúmum.

Þetta var býsna gott bisnessmódel hjá Kodak – þeir voru með í öllu ferli myndatökunnar.

En nú er Kodak gjaldþrota og heyrir brátt sögunni til. Það á glæsta sögu, varð til 1880 og gerðist fljótt frumkvöðull í að selja ódýrar myndvélar. Þetta var svo mikið veldi að 1976 90 prósenta hlut í flilmusölu í Bandaríkjunum og 85 prósenta hlut í sölu myndavéla.

Kodak er nefnt sem dæmi í viðskiptafræðum um fyrirtæki sem hefur yfirburðastöðu en gáir ekki að sér þegar ný tækni lítur dagsins ljós – gjaldþrotið hefur verið yfirvofandi lengi.

Kodak Instamatic með flashkubbi. Margt ungt fólk skilur ekki tilvísunina þegar Stuðmenn syngja – „við hefðum tekið myndir en áttum engan kubb“.

Kodak-augnablik: Egill ýtir systur sinni á þríhjóli í Ásvallagötu, líklega 1965.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar