fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Eyjan

Bandarísku kosningarnar og stéttaskiptingin

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. janúar 2012 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný skýrsla sýnir að aðalspennuvaldurinn í bandarísku samfélagi er ekki kynþáttamisrétti heldur stéttarstaða.

Það er jafnvel farið að tala um að Bandaríkin séu á leiðinni að verða post-racial–samfélag þar sem kynþáttur skiptir ekki lengur máli.

Í staðinn er það ójöfnuðurinn sem er farinn að setja æ dýpra mark á samfélagið. Hann er meira að segja farinn að smitast inn í kosningabaráttu Repúblikana þar sem Mitt Romney er legið á hálsi fyrir að vera of ríkur.

Yfirleitt hefur það ekki þótt nein synd hjá Repúblikönum.

En nú er svo komið að hreyfanleiki milli stétta er óvíða minni en í Bandaríkjunum. Hann er til dæmis miklu meiri í Evrópu. Þetta er í nokkuð hróplegri andstöðu við ameríska drauminn og fyrirheit hans um óendanleg tækifæri.

Það eru ýmsar skýringar á þessu, en meðal þess sem er nefnt er himinhár kostnaður við menntun og heilsugæslu. Þá má líka nefna að verkalýðsfélögum hefur hnignað, réttindi verkafólks eru víða mjög lítil.

Bandaríski útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Thom Hartmann var gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Við komum meðal annars inn á þetta efni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“