
Fyrsta Kilja þessa árs verður í kvöld.
Við förum til Ísafjarðar og hittum Sigurð Pétursson sagnfræðing. Sigurður hefur ritað fyrsta bindi sögu verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum og ber það heitið Vindur í seglum.
Sigurður leiðir okkur um Ísafjörð á staði sem tengjast þessari sögu. Meðal fólks sem kemur við sögu eru Skúli Thoroddsen, Theódóra Thoroddsen, Hannes Hafstein, Vilmundur Jónsson, Finnur Jónsson, Hannibal Valdimarsson, Grímur rakari og Thorvald Stauning.
Páll Baldvin og Kolbrún fjalla um tvær bækur sem komu út fyrir jólin en hafa legið í þagnargildi: Angantý eftir Elínu Thorarensen og bók Þórðar Sigtryggssonar sem Elías Mar skrifaði upp eftir frásögn hans.
En Bragi fjallar um ýmis smárit.

Eldhuginn Skúli Thoroddsen kemur við sögu í Kiljunni í kvöld.