fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Vilja Kínverjar ekki Svefneyjar?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. janúar 2012 18:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekki heyrst af áhuga Kínverja á að kaupa Svefneyjar í Breiðafirði – sem nú eru til sölu.

Samt ættu Svefneyjar í raun að henta betur en Grímsstaðir á Fjöllum ef miðað er við áform Kínverja – sem við vitum reyndar ekki alveg hver eru.

Hafi þeir áhuga á að byggja upp ferðamennsku, þá eru Svefneyjar í raun draumastaður – þær eru í fallegum firði, það væri í hægt að byggja ógnarsmart hótel þar. Það rignir talsvert í Breiðafirðinum, en veðurfar er þó skaplegra en á Fjöllum.

En séu áformin meira í anda vondu karlanna í James Bond, þá eru líka miklir möguleikar. Til dæmis eru Svefneyjar úti í sjó, sem samræmist betur bollaleggingum sem hafa verið uppi um langtímaplön Kínverja en Grímsstaðir, sem eru nánast eins langt inni í landi og hægt er að komast. Það er auðveldara að gera skipalægi í Svefneyjum en á Grímsstöðum.

Svo má vera að sé ekkert plan, heldur séu Kínverjar á eyðslufylleríi út um allan heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar