Ekki að menn hafi ekki vitað það, en það er endanlega staðfest – eftir skýrslu rannsóknarnefndar og orð Steingríms Ara Arasonar í viðtali í útvarpinu í morgun.
Davið Oddsson og Halldór Ásgrímsson einkavæddu bankanna eftir geðþótta til vildarvina – og þá giltu almennar reglur og sjónarmið ekki lengur.
Við höfum lengi búið við kerfi sem getur ekki tekið á svona málum, en við hljótum að spyrja:
Er það hugsanlega saknæmt athæfi að ráðstafa eigum almennings með þessum hætti – til vina sinna og stuðningsmanna?
Steingrímur Ari sagði:
” Við vildum vinna eftir reglum, þannig að það yrði hafið yfir vafa hvað við værum að gera. Smám saman voru reglurnar svo settar til hliðar… Ég tel 99,9% líkur á því að þeir hafi verið búnir að ákveða að selja þessum tveimur aðilum bankana,” sagði Steingrímur Ari. “Það fór ekkert á milli mála að þeir höfðu ákveðnar skoðanir á þessum aðilum. Þetta var pólitísk ákvörðun hverjir fengu bankana.”