fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Skringileg tímasetning skoðanakönnunar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. apríl 2010 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar eru að fjalla um skoðanakönnum um traust á fjölmiðlum sem birtist í dag, hún er gerð af fyrirtæki sem nefnir sig MMR.

Það er nauðsynlegt að geta þess að könnunin var gerð áður en rannsóknarskýrsla Alþingis birtist. Birting skýrslunnar var einn mesti tímamótaatburður í íslensku þjóðlífi á síðustu áratugum.

Að því leyti hlýtur skoðanakönnunin að teljast lítt marktæk.

Til dæmis kemur í ljós að vefmiðillinn Pressan nýtur nokkurs trausts í skoðanakönnuninni.

Undireins og skýrslan birtist vék ritstjóri Pressunnar og einn aðaleigandi úr starfi sínu, enda kom í ljós að hann hafði þegið stórkostlega og lítt skýranlega lánafyrirgreiðslu frá Kaupþingi.

Enn er mjög óljóst hvernig fjármögnun þessa vefsvæðis er háttað, en ljóst er að tala starfsmanna þar er margföld á við Eyjuna – og miklu meira fjármagn á bak við starfsemina. Tekjurnar eru þó varla mikið meiri.

Svo spyr maður sig: Hvernig stendur á því að fólk sem er spurt í svona könnunum ber enn svo mikið traust til blaða eins og Morgunblaðsins og Fréttablaðsins – fjölmiðla sem allir vita að eru í eigu auðmanna og hagsmunaaðila og eru í miklu basli með þau tengsl?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi