fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Eyjan

Skringileg tímasetning skoðanakönnunar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. apríl 2010 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar eru að fjalla um skoðanakönnum um traust á fjölmiðlum sem birtist í dag, hún er gerð af fyrirtæki sem nefnir sig MMR.

Það er nauðsynlegt að geta þess að könnunin var gerð áður en rannsóknarskýrsla Alþingis birtist. Birting skýrslunnar var einn mesti tímamótaatburður í íslensku þjóðlífi á síðustu áratugum.

Að því leyti hlýtur skoðanakönnunin að teljast lítt marktæk.

Til dæmis kemur í ljós að vefmiðillinn Pressan nýtur nokkurs trausts í skoðanakönnuninni.

Undireins og skýrslan birtist vék ritstjóri Pressunnar og einn aðaleigandi úr starfi sínu, enda kom í ljós að hann hafði þegið stórkostlega og lítt skýranlega lánafyrirgreiðslu frá Kaupþingi.

Enn er mjög óljóst hvernig fjármögnun þessa vefsvæðis er háttað, en ljóst er að tala starfsmanna þar er margföld á við Eyjuna – og miklu meira fjármagn á bak við starfsemina. Tekjurnar eru þó varla mikið meiri.

Svo spyr maður sig: Hvernig stendur á því að fólk sem er spurt í svona könnunum ber enn svo mikið traust til blaða eins og Morgunblaðsins og Fréttablaðsins – fjölmiðla sem allir vita að eru í eigu auðmanna og hagsmunaaðila og eru í miklu basli með þau tengsl?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð

Karl Ágúst Úlfsson: Verst að tapa orðunum – spurði lækninn hvort hann kæmist ekki á skíði rétt eftir heilaaðgerð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar

Orðið á götunni: Fellibylur í fingurbjörg – stjórnarandstaðan stígur í feitina og verður sér til minnkunar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“

Þorsteinn Pálsson skrifar: Munurinn á aðildarþjóð og „lobbý-þjóð“