fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Regnboginn sem listabíó

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. apríl 2010 09:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það yrði meiriháttar áfall fyrir bíómenninguna á Íslandi ef kvikmyndahúsið Regnboginn lokaði.

Jú, húsið er kannski ekki sérlega glæsilegt lengur, en þarna eru nokkrir bíósalir þar sem er rúm til að sýna kvikmyndir sem ella fengju varla inni í kvikmyndahúsunum hérna.

Því úrvalið í bíóunum í Reykjavík er vont og fer versnandi.

Stundum eru haldnar einhvers konar kvikmyndahátíðir og þá er dælt út á skömmum tíma myndum sem teljast hafa listrænt gildi. Maður þarf að vera á tánum til að missa ekki af myndunum sem sýndar eru á þessum hátíðum.

Kvikmyndasafn Íslands hefur aðsetur í Bæjarbíói í Hafnarfirði, það heldur uppi ágætri starfsemi, en staðsetningin er úr alfaraleið. Hafnarfjörður er ágætur bær, en þeir sem hafa sótt hann heim vita að í miðju bæjarins er aldrei neinn gangandi maður á ferli að kvöldlagi. Það er mikilvægur þáttur í menningarlífi þjóðar að hægt sé að sjá sígildar kvikmyndir í bíóhúsi.

Ari Kristinsson kvikmyndagerðarmaður varpar fram þeirri hugmynd að Regnboganum verði breytt í kvikmyndamiðstöð með listabíói og fleiru tilheyrandi. Hann segir í viðtali við Fréttablaðið:

„Þetta yrði miðstöð fyrir þessar óhefðbundnu kvikmyndir og ég tel að það sé alveg mögulegur rekstargrundvöllur fyrir slíkri kvikmyndamiðstöð. Þarna væri hægt að sýna gamlar íslenskar myndir, kvikmyndasögulegar myndir og svo þessar evrópsku myndir sem fá ekki alltaf brautargengi í hinum venjulegu kvikmyndahúsum. Þarna væri líka kominn kjörinn vettvangur fyrir kvikmyndahátíðir.“

orson-welles-3

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi