Borgarfulltrúar hamast vegna meintra umhverfisspjalla sem Hrafn Gunnlaugsson á að hafa valdið á Laugarnestanga.
Því verður samt ekki á móti mælt að svæðið þar sem Hrafn hefur athafnað sig er afar lítið í fermetrum talið.
Til dæmis ef miðað er við hin feiknarlegu bílastæði Háskólans í Reykjavík. Nýjustu bílabrautina í Vatnsmýri, sem allt í einu dúkkaði upp milli Hringbrautar og Loftleiðahótels. Eða samgöngumiðstöðina sem þar á að rísa. Að ekki sé talað um hinn feiknarstóra Landspítala sem þarna er áformaður.
Ekkert af þessu er nokkurn tíma rætt af borgarfulltrúm. Þá langar ekkert til þess. Hið ömurlega skipulag í borginni er nefnilega partur af samtryggingu fjórflokksins; þeir bera allir sök á því og þeir eru allir sammála um að svona skuli þetta vera áfram.