fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Stórsókn Frjálslyndra

Egill Helgason
Laugardaginn 17. apríl 2010 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærstu flokkarnir í Bretlandi sameinast nú um að ráðast að Nick Clegg, formanni Frjálslynda flokksins. Sagt er að spunalæknar Íhaldsins og Verkamannaflokksins séu að brýna kutana.

Ástæðan er sú að Clegg malaði þá Gordon Brown og David Cameron í sjónvarpskappræðum og fylgi Frjálslyndra stórjókst í kjölfarið.

Í nýrri skoðanakönnun er Íhaldsflokkurinn með 33 prósent, Frjálslyndir með 28 prósent og Verkamannaflokkurinn með 28 prósent.

Hermt er að Íhaldsmenn sjái eftir því að hafa hleypt Clegg jafnfætis hinum leiðtogunum í kappræðunum.

Clegg nýtur þess að Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki komið að stjórn Bretlands í marga áratugi – á tíma þegar kjósendur hafa lítið álit á pólitíkusum. Þannig virkar flokkurinn and-kerfislegur, laus við þá spillingu og þau tengsl við auðmagnið sem einkenna stóru flokkana tvo.

Gordon Brown er þreyttur og veiklaður og David Cameron virkar eins og hann sé búinn til á auglýsingastofu.

Frjálslyndir hafa líka í röðum sínum einn vinsælasta stjórnmálamann í Bretlandi, heilagan Vince svokallaðan, Vince Cable, sérfræðing flokksins í efnahagsmálum, sem varaði ákaft við efnahagshruninu 2008 og nýtur geysilegrar virðingar.

Frjálslyndir sem eru að stofni til flokkur Gladstones og Lloyd-Georges, en hafa ekki verið í ríkisstjórn síðan í þjóðstjórninni sem sett var á laggirnar í heimstyrjöldinni síðari. Flokknum fór að hnigna við ris Verkamannaflokksins á árunum í kringum 1930. Nú er talinn möguleiki á að úrslit kosninganna verði ekki afdráttarlaus og að hugsanlega þyrfti að mynda samsteypustjórn þar sem Frjálslyndir tækju þátt.

Political-TV-debates-001

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi