fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Pólitískt líf Þorgerðar og Illuga

Egill Helgason
Föstudaginn 16. apríl 2010 19:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Svansson segir á bloggi sínu að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þurfi að berjast fyrir pólitísku lífi sínu á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins á morgun. Guðmundur þekkir Sjálfstæðisflokkinn vel og segir að Bjarni Benediktsson flokksformaður hafi beinlínis hjólað í hana í gær þegar hann talaði um lánveitingar til hennar og eiginmanns hennar með hætti sem sé óvenjulegur í sambandi formanns og varaformanns.

Guðmundur segir að hann hafi ekkert séð sem bendi til þess að Þorgerður hafi notað pólitíska stöðu sína til að fá þessi lán né bendi neitt til þess að þau hafi haft áhrif af pólitíska afstöðu hennar.

Um það er þó auðvitað erfitt að dæma. Eins og staðan er finnst manni líklegra að Þorgerður Katrín segi af sér nú um helgina.

Guðmundur ber þetta saman við mál Illuga Gunnarssonar, sem í dag sagði tímabundið af sér þingmennsku vegna yfirvofandi sakamálarannsóknar á peningamarkaðssjóðum Glitnis þar sem hann sat í stjórn. Á Illuga er að skilja að hann snúi aftur á þingið ef rannsóknin skilar engu.

En Guðmundur Svansson segir að þarna sé ekki einungis spurning um refsiábyrgð heldur líka pólitíska ábyrgð, því Illugi hafi eftir yfirtökuna á Glitni þrýst á að staða sjóðsins yrði löguð líkt og kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar:

„Hvað varðar Illuga Gunnarsson þá er komið í ljós að hann þrýsti mjög eindregið á að Glitnir beilaði sjóð níu út. Tímasetningin er lykilatriði, en þetta gerist eftir að Glitnir er þjóðnýttur, en áður en neyðarlögin eru sett – ríkissjóður er de facto ábyrgur á þeim tímapunkti fyrir öllum skuldbindingum Glitnis. Sem þýðir að tíu milljarða kaup Glitnis á verðlausum bréfum í sjóði níu er hreint eignatjón fyrir ríkissjóð. Skattgreiðendur.

(Neyðarlögin breyttu þeirri stöðu hins vegar með öllu, þannig að tapið vegna afskrifaðra skulda og verðlausra bréfa fellur að langmestu leyti á erlenda kröfuhafa.)

Af yfirlýsingu Illuga að dæma hyggst hann ekki taka neina pólitíska ábyrgð þessu máli heldur bíða niðurstöðu um að hann beri enga lagalega refsiábyrgð á fjárfestingum stjórnenda sjóðs níu. Er þetta samt ekki á allan hátt hæpnara mál en lán sem eiginmaður Þorgerðar Katrínar fær vegna stöðu sinnar hjá Kaupþingi?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi