fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Jónas Bjarnason: Hví er svo erfitt að koma á persónukjöri?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 20. apríl 2010 20:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn norrænnar velferðar hefur gengið treglega að uppfylla loforð um stjórnlagaþing og persónukjör. Eða á kannski beinlínis að segja að hún sé í óða önn við að svíkja loforðin?

Jónas Bjarnason, bloggari hér á Eyjunni, fjallar um persónukjörið í nýjum pistli og segir meðal annars:

Ég skrifa þessar línur um Steinunni ekki beint vegna þessa sem að framan greinir heldur vegna annarra mála. Fyrir stuttu mátti heyra í Þór Saari þingmanni Hreytingarinnar í útvarpi, sennilega Útvarpi Sögu minnir mig, segja frá því, að frumvarp í þinginu um persónukjör standi fast í allsherjarnefnd, en þar er Steinunn formaður. Persónukjör er áhugamál mitt og margra annarra og er það ef til vill virkasta leiðin til að „hreinsa til“ í þinginu. Það sem ég á við er það sama og margir aðrir hafa sagt og skrifað, skipta um fólk í þinginu, og fá burt þingmenn, sem eru vanhæfir eða hafa valist eingöngu vegna flokkshollustu og fylgir þá aðallega málum, sem hrjóta af óskalistum flokkanna.

Þór Saari lét þess líka getið, að Steinunn liggi á málinu vegna þess að hún og einhverjir aðrir þingmenn, þingkonur væntanlega, í VG einnig, séu að reyna að tryggja sæti fyrir konur sérstaklega í væntanlegu frumvarpi um persónukjör. Ef þetta er rétt eftir haft, þá beinlínis treysta tilteknir þingmenn ekki persónukjöri, eða aðferðafræðinni sjálfri, til þess að ná fram réttum hlutföllum á milli karla og kvenna í þinginu. Og ef þessi háttur þeirra er í alvöru, þá eru þær hugsanlega tilbúnar til að fórna hugmyndinni um rétt kjósenda til að velja fólk á lista eða tryggja kjör fólks í samræmi við óskir þess. Þeirra eigin skoðanir eða óskir um hlutfallafræði eru þarmeð teknar fram yfir grundvallarrétt kjósenda til vals á persónum. – Já, það er allt í lagi með að leyfa fólki að velja fulltrúa á þing en þó þannig, að útkoman endurspegli það sem „við viljum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi