Nú um mánaðarmótin eru liðin tíu ár síðan ég fór að halda úti minni eigin síðu á internetinu.
Hún hefur alla tíð verið undir nafninu Silfur Egils (þetta er raunar heiti sem ég fór að nota þegar ég skrifaði pistla í Alþýðublaðið sáluga fyrir margt löngu).
Síðan var fyrst á Strik.is, þá á Vísi, og loks á Eyjunni.
Hér hef ég verið síðan sumarið 2007 og líkað mjög vel.
Efnið sem ég hef sett inn á vefinn er aðgengilegt síðan á Vísistímanum – það var flutt hingað yfir á Eyjuna. Því miður er ekki hægt að ná í greinarnar frá því á Strikinu.