fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Ólafur Thors og pólitíski áhuginn

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. október 2009 19:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

S-23

Ólafur Thors var fyrir minn tíma, ég man ekki neitt eftir honum. Ég er barn viðreisnarstjórnarinnar sem hann stofnaði, en þegar ég man fyrst eftir pólitík var Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Gylfi Þ. hinn aðalmaðurinn. Einar Olgeirsson var að hverfa af vettvangi og Eysteinn líka. Við tóku Lúðvík Jósepsson og Ólafur Jóhannesson; það voru ekki eins áhugaverðir menn.

Ég hafði mikinn áhuga á pólitík um tíma þegar ég var barn, lék mér að því að halda kosningar upp úr kattartungupakka sem innihélt myndir af alþingismönnum sem ég hafði klippt út.

Þekkti þá líklega nöfn allra þingmanna. Frekar var það nördalegt – en það orð þekktist ekki í þá tíð.

Stjórnmálaáhuginn gufaði svo nokkuð fljótt upp, þótt ég hefði alltaf brennandi áhuga á sögu. Ég fékk í raun ekki áhuga á stjórnmálum aftur fyrr en ég var kominn undir þrítugt, um langt skeið var ég fávís um íslenska pólitík. Lét hana að mestu framhjá mér fara. Þá datt ég í það að lesa æviminningar- og sögur íslenskra stjórnmálamanna, má segja að það hafi kveikt áhugann.

En því rifja ég þetta upp að í dag opnaði merkileg vefsíða um Ólaf Thors þann merka stjórnmálaforingja.

Á vefnum er að finna frábærlega skemmtileg myndasöfn og alls kyns efni sem gaman er að grúska í, úrval af ræðum og greinum eftir Ólaf og hljóðskrár þar sem má heyra hann flytja mál sitt.

En hvað varðar hinn pólitíska áhuga minn, þá hyggst ég missa hann aftur á einhverjum tímapunkti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan

Orðið á götunni: Umræðunni um málfrelsi komið upp á rétt plan
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?