fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Hitinn mikli

Egill Helgason
Miðvikudaginn 27. júní 2007 16:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á bílastæðinu við hótelið þar sem við dveljum halda til tvær kindur og stundum asni.

Þetta er ósköp vinalegt en mikið hlýtur skepnunum að vera heitt.

Hitabylgja gengur yfir austanvert Miðjarðarhafið. Í gær náði ég að sjá helminginn af sjónvarpsfréttatíma. Þar var ekki fjallað um neitt annað en hitann. Í Aþenu fór hann upp meira en 42 gráður – hér úti á eyjunni hafa líklega verið svona 37-38 gráður.

Það er algjört logn sem er óvenjulegt. Sjórinn er óvenju heitur miðað við árstíma. Um svipað leyti í fyrra var hann svo kaldur að maður komst varla ofan í.

Rafmagnið fer af annað veifið. Greinilegt að kerfið þolir ekki alla loftkælinguna. Það er einn hraðbanki hér á eyjunni. Hann hefur verið bilaður í fjóra daga svo brátt verður maður uppiskroppa með fé. Kortanotkun er ekki útbreidd hér.

Konan mín getur kannski unnið fyrir sér með því að elda ofan í fólk. Sjálfur kann ég ekkert sem getur komið að gagni í sjálfsþurftasamfélagi. Ég get bara setið með körlunum allan daginn og drukkið kaffi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“