fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

RAFMAGNIÐ FER AF

Egill Helgason
Mánudaginn 25. júní 2007 08:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

mynd027.jpgÍ gær varð rafmagnslaust á eyjunni. Rafmagnið fór af snemma kvölds, kom ekki aftur fyrr en um nóttina. Mér sýndist líka vera rafmagnslaust á eyjunum í kring, það séust ekki ljóstýrur þaðan. En það var tunglsljós og stjörnurnar óvenju bjartar. Bærinn hvítur og sjórinn silfraður í tunglsljósinu. Hvarvetna var kveikt á kertum og lömpum. Það myndaðist samkennd eins og þegar rafmagnið fer – fólkið sat lengi úti.

Jú, þetta var rómantískt. Grísk lög fjalla gjarnan um tungsljósið. Maður greindi ekki almennilega andlitin á fólkinu, en maður sá annað, til dæmis orma sem glóa í myrkrinu.

Vissulega voru nokkrir erfiðleikar. Til dæmis stöðvaðist pumpan sem dælir vatni í kranana svo maður þurfti að þvo sér úr flöskuvatni – ein flaska á mann. Það er samt ekki átakanlega mikill skortur.

Um nóttina komust nútímaþægindin aftur á. Rafmagnsleysið stafar líklega af því að hér er hitabylgja og loftræstikerfi á fullu um allt landið. Ég hef aldrei verið á eyjunni í slíkum hita í júní. Oft er hér svalt á kvöldin, peysuveður. Sumrin eru ekki ýkja löng hérna. Bærinn stendur uppi á klettabelti; þar stendur oft kaldur gustur upp. Stundum leggst hann í þráláta norðanátt, það er vindur sem kallast meltemi. Það bólar ekki á honum núna.

Í Aþenu hlýtur að vera hreinasta helvíti. Vindurinn sem blæs núna er eins og út úr ofni. Maður fer út eldsnemma á morgni og það er enginn svali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum