fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Þrjú hjól undir bílnum…

Egill Helgason
Sunnudaginn 24. júní 2007 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um daginn skrifaði ég litla grein á öðrum vettvangi og spurði hvort það væri ekki mótsögn að vilja draga æ fleiri túrista til landsins en hafa á sama tíma ekki annað en troðninga yfir hálendið – láta ferðamennina sofa í ótútlegum skálum, helst í einhverri kamrastemmingu.

Ég hef verið skammaður fyrir þetta. Einhver spurði hvort ég vildi láta byggja Benidorm uppi á hálendinu.

Það er reyndar ágæt spurning. Ein stærsta umhverfiskatastrófa sem um getur er strönd Spánar allt frá Valencia til Cadiz.

En samt er þetta dálítið út í hött. Uppi á hálendinu ríkir ennþá gamall ferðafélagsandi – manni dettur fyrst í hug blautir lopasokkar, fólk að baða sig nakið í hver, þýskar ferðakonur með órakaðar lappir.

Það ríkir þögult bann við því að þetta verði of fínt. Ég spurði hvort þetta væri stefna eða hvort þarna ríkti bara einhver vanahugsun?

Nú er hægt að gera hlutina á ýmsa vegu, það þarf ekki að vera Benidorm. Maður sér varla að það sé umhverfisvænt að rútur og jeppar keyri þarna um í rykmekki á sumrin fremur en á snyrtilegum vegum.

Húsakynni á hálendinu geta líka verið á marga vegu. Vinur minn Orri Gunnarsson verkfræðingur hefur verið heima í sumar með hóp af skipulagsfræðinemum frá háskólanum í Michigan. Þeir hafa meðal annars verið að skoða hönnun skálabygginga á hálendinu.

Ég sá nokkrar af þessum hugmyndum. Skálana má þess vegna grafa niður þannig að þeir sjáist alls ekki, láta þá bara falla inn í holtin og hæðirnar.

(Þá er kannski hætta á að ferðamennirnir komi ekki auga á þá og verði úti, allir með tölu!)

Einn af þessu unga fólki hafði teiknað upp þann umhverfisvænasta fjallaskála sem hugsast getur, nokkurn veginn alveg sjálfbært. En húsið var líka fallegt og snyrtilegt.

(Ekki þar fyrir að út frá sjónarhóli byggingarlistar er mjög spennandi verkefni að hanna einhvers konar borg á miðju hálendisins. Gæti nánast verið í anda einhvers konar geimstöðvar.)

Það þarf kannski ekkert að pæla í þessu. Það má kannski bara halda áfram að skrölta í anda Ómars Ragnarssonar:

„Hérna rétt sunnan við hálsinn er sæluhús – við skulum vera þar öll, uns birtir á ný!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“