fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Nóg komið af ruslinu

Egill Helgason
Mánudaginn 2. júlí 2007 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 mika.jpg

Líklega var atriðið með sjónvarpskonunni Mika Brzezinski ákeðið fyrirfram. Það skiptir samt ekki öllu máli. Hún sagði það sem okkur mörgum finnst um Paris Hilton. Hún gekk fram fyrir skjöldu eins og sagt er. Sagði einfaldlega:

Það er komið nóg af þessu rusli.

Þessi uppákoma speglar vanda fjölmiðla sem vilja taka sig alvarlega. Að undanskildum ríkisfjölmiðlum þurfa þeir að reiða sig á auglýsingar og áskriftir til fjáröflunar. Nýjir miðlar grafa stöðugt undan þeim. Þeir svara með því að fara að líka að elta lið eins og Paris Hilton, Lindsey Lohan, Britney Spears, Pete Doherty og Kate Moss.

Af því þetta er það sem fólkið vill.

Margir blaðamenn hugsa sem svo: Ég fór ekki í þetta fag til að gera þetta.

Nú eru fréttir af því að standi til að leggja niður fréttastofu Stöðvar 2. Hún hefur verið glæsilegt flaggskip fyrirtækisins í tuttugu ár. Hefur sinn status og sínar hefðir. En áskrifendur Stöðvar 2 eru ekki spenntir fyrir henni. Þeir borga til að fá Prison Break og Nip/Tuck. Samkvæmt áhorfskönnunum horfa tryggustu áskrifendurnir ekki mikið á fréttir.

Og þannig er það fyrst og fremst spurning um ímynd, áhrif og virðingu að halda úti fréttastofunni. Fyrirtækið tapar peningum á henni. Þar vinna fréttamenn sem margir mjög góðir í sínu fagi, vandir að virðingu sinni – þeir myndu ekki vilja halda úti fréttastofu þar sem aðallega eru sagðar fréttir af Paris Hilton.

Sem ef til vill er það sem áskrifendur vilja. Eða einhvern veginn held ég að markaðsmennirnir hafi komist að þeirri niðurstöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum