fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025

Sandra Birna tók baðherbergið í gegn: „Þessi breyting munar svo miklu“ – Sjáðu myndirnar

Lady.is
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sandra Birna er 27 ára tveggja barna móðir. Hún hefur brennandi áhuga á öllu tengdu heimilislífi, skipulagi, útivist og hreyfingu. Hún er bloggari á Lady.is og skrifaði nýlega færslu um breytingar sem hún gerði á baðherberginu. Sandra Birna gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til að deila pistlinum og myndunum áfram með lesendum. Við gefum henni orðið: 

Þegar við ákváðum að kaupa nýju íbúðina okkar, þá var planið alltaf að gera baðherbergið 100% upp á nýtt, enda lítið búið að gera fyrir það frá upphafi.
En eftir því sem við ræddum þetta meira, kom í ljós að okkur Smára langaði báðum jafn mikið í rúmgóða flísalagða sturtu í staðinn fyrir að hafa baðkar. En það sem truflaði það voru börnin og það hve gaman það er fyrir þau að fara í bað frekar en sturtu, sérstaklega fyrir 1 árs barnið á heimilinu.

Niðurstaðan var því að geyma heljarinnar breytinguna í kannski 2 ár eða þangað til að Viktor Fannar verður orðinn nógu stór til að fara sjálfur í sturtu. Í staðinn máluðum við allt baðherbergið upp á nýtt og skiptum um innréttingu, en hún er bara klassísk úr IKEA.

Þessi breyting munar svo miklu en kostaði samt ekki nema rétt um 80.000 kr með öllu.

Innréttingin sem var á baðinu þegar við keyptum.

Sú innrétting er grunn og stendur laus á gólfinu í kringum vaskinn, en ástæðan var sú að hurðin inn á bað snéri vitlaust miðað við teikningar en því breyttum við til að fá betri innréttingu þarna inn.

Nýja innréttingin er klassísk GODMORGON skápur með ODENSVIK vask, en við gátum svo notað áfram sömu blöndunartækin.

Máluðum svo baðherbergið í sama gráa lit eins og við erum með inn í stofu hjá okkur en það er Kósý Grár úr Slippfélaginu.

Mér finnst alltaf gaman að skoða fyrir/eftir myndir – svo vonandi hafa fleiri gaman af.

Nú eru nýja heimili loksins að verða tilbúið og hlutir búnir að fá sína staði, svo hver veit nema ég gefi ykkur meira innlit frá heimilinu á næstu mánuðum en hugurinn fer þessa dagana í hringi með hvernig best skuli gera það sem eftir er.

Þið finnið mig á instagram undir sandrabirna 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum

Hrannar aðstoðar Jökul í Garðabænum
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag

Tyrkjunum boðið upp á ískaldar aðstæður í Reykjavík á fimmtudag
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að

Íslendingur vann tæpar 12 milljónir um helgina – Svona fór hann að

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.