fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025

Chrissy Teigen sýnir brjóstaskoruna eftir aðgerð – „Ekki hafa áhyggjur, mér líður vel.“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 3. júlí 2020 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan og áhrifavaldurinn Chrissy Teigen er dugleg að sinna öllum rúmlega 30 milljón fylgjendum sínum og er öflug á samfélagsmiðlum. Hún lét nýverið fjarlægja brjóstapúða sem hún hefur verið með í fjórtán ár og birti nokkrar myndir af afrakstrinum.

Fyrirsætan var aðeins tvítug þegar hún lét stækka á sér brjóstin fyrir baðfatamyndatöku því hún vildi skarta stinnum brjóstum. Hún hefur verið gift tónlistarmanninum John Legend síðan 2013 og saman eiga þau börnin Luna sem er fjögurra ára og Miles sem er tveggja. Eftir að börnin komu til sögunnar kveðst Chrissy ekki nenna að skipta reglulega um púða í brjóstunum. „Þeir reyndust mér vel í mörg ár en núna er þetta orðið gott, sagði Chrissy og bætti við að hún vildi geta rennt upp kjólum í sinni stærð og geta legið á maganum án óþæginda. Hún er hæstánægð með útkomuna og líður vel. „Ég er ennþá með brjóst, þau eru bara eintóm fita. Það er nákvæmlega það sem brjóst eru. Heimskulegir og undursamlegir fitupokar.“

Baðfatabomba

Chrissy birti einnig myndbrot af sér á Instagram þar sem hún togaði niður bolinn, lét glitta í nýju brjóstin og fíflaðist aðeins eins og henni einni er lagið. „Ekki hafa áhyggjur, mér líður vel. Og hér er nýja brjóstið, jeyjjj!“

Gjugg í borg
Henni líður vel eftir aðgerðina

Chrissy er ekki sú eina sem hefur ákveðið að skila sílikonpúðunum. Yolanda Hadid, móðir ofurfyrirsætanna Gigi Hadid og Bella Hadid, öðlaðist nýtt líf þegar hún ákvað að láta fjarlægja brjóstapúðana. Hún bætti um betur og hætti að fara í botox, fá fyllingar og hárlengingar sem og „allt kjaftæðið sem ég hélt ég þyrfti á að halda til að vera kynþokkafull kona,“ segir Yolanda.

Glee-stjarnan Heather Morris losaði sig við púðana svo hún ætti auðveldar með að hreyfa sig og sér ekki eftir neinu.

Heather Morris

Tískudívan Victoria Beckham fílaði ekki brjóstin á sér eftir að hún lét stækka þau svo þau fengu að fjúka fyrir nokkrum árum.

Sjónvarpsstjarnan og þúsundþjalasmiðurinn Sharon Osbourne losaði sig við púðana eftir að annar þeirra lak árið 2011. „Mér líður ekki lengur eins og það sé vatnsrúm á bringunni á mér.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndbirting Eggerts Magnússonar vekur mikla athygli – Frá boltastrák í samherja

Myndbirting Eggerts Magnússonar vekur mikla athygli – Frá boltastrák í samherja
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða

Orðið á götunni: Miðflokkur á flugi, miklar breytingar í borgarstjórn – enn má Sjálfstæðisflokkurinn bíða
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?
Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Segir stefnumótamenninguna á Íslandi komna í óefni og leggur til róttækar breytingar

Segir stefnumótamenninguna á Íslandi komna í óefni og leggur til róttækar breytingar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.