fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025

Konan sem gat aldrei verið eins – óteljandi andlit Khloe Kardashian

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan raunveruleikaþættirnir Keeping up with the Kardashians litu dagsins ljós árið 2007. Yngsta Kardashian systirin, Khloe, er fædd árið 1984 og var því 23 ára þegar þættirnir hófu göngu sína. Heimurinn hefur oft staðið á öndinni yfir gjörningum stóru systurinni Kim í lýtaaðgerðum og rassasöfnum en veitt Khloe minni athygli. Eins og þekkt er eru Kourtney, Kim og Khloe allar dætur Kris Jenner og lögfræðingsins Robert Kardashian sem lést árið 2003. Hann var einna þekktastur fyrir að vera verjandi O.J. Simpson árið 2005. Af þeim þremur hefur Khloe gjarnan verið stimpluð sem ljóti andarunginn. Hún er talsvert hærri, þybbnari og grófgerðari en eldri systur hennar og sá orðrómur hefur löngum loðað við hana að Robert sé ekki blóðfaðir hennar heldur O.J. Simpson en það hefur aldrei fengist staðfest.

Það er óhætt að segja að Khloe hafi gengið í gegnum talsverða umbreytingu á þeim 13 árum sem þættirnir hafa verið sýndir og virðist í raun vera allt orðin önnur manneskja í dag. Hún hefur stundað líkamsrækt grimmt sem landaði henni sjónvarpsþáttaseríunni Revenge Body With Khloe Kardashian og árið 2015 gaf hún út bókina Strong Looks Better Naked. Útlitsbreytingu Khloe má eflaust að einhverju leyti skrifa á stæltari líkama en flestir þykjast vissir um að hún hafi gengist undir fegrunaraðgerðir. Khloe kannast ekki við neitt slík og heldur því gallhörð fram að þetta sé allt farði. Þar sem það er himin og haf á milli konunnar á fyrstu myndinni sem var tekin 2007 og þeirrar sem var tekin í síðasta mánuði  þá gæti hún mögulega verið að skrökva obbolítið.

 

2007 – Svona leit Khloe út í byrjun þáttanna. Með heldur breitt nef og stóra höku.

2008 – Með litlu systrum sínum; Kendall og Kylie.

2009 – Þessi toppur var ekki að gera gott mót.
2011 – Khloe hefur oft skipt um hárlit. Rauða hárið gerði hana enn ólíkari systrum sínum Kourtney og Kim.

2012 – Dökkhærð og enn ansi lík sjálfri sér.
2014 – Þarna var farið að draga til tíðinda. Khloe hafði tálgað sig niður, komin með gyllta lokka og var orðin algjör bomba.
2015 – Þarna var Khloe orðin ljóshærð.
2017 – Seiðandi Khloe með styttra hár en nokkru sinni fyrr og eitthvað farin að vera ólík sjálfri sér.
2018 – Á meðgöngunni var Khloe komin aftur með sítt hár og gríðarlega djúsí varir. Tveimur mánuðum eftir að hún eignaðist True hafði hún æft af sér meðgöngukílóin.
2019 – Í árlegu jólaboði Kardashian fjölskyldunnar skartaði Khloe bob-klippingu og var löðrandi í kynþokka.
2020 – Í maí var Khloe farin að líkjast ofurfyrirsætunni Tyru Banks en kannski nota þær bara sama lýtalækninn, nei ég meina andlitsfarðann.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.