fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025

Love Is Blind stjörnur hætta saman eftir framhjáhaldsásakanir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 24. júní 2020 11:51

F.v.: Mark Cueavas, Jessica Batten og Lauren LC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Love Is Blind stjörnurnar Mark Cuevas og Lauren „LC“ Chamblin eru hætt saman. E! News greinir frá.

Raunveruleikaþættirnir Love Is Blind slógu í gegn á Netflix í byrjun árs. Þeir voru eitt vinsælasta sjónvarpsefni meðal Íslendinga á streymisveitunni í nokkrar vikur. Í þáttunum fengum við að fylgjast með einstaklingum í leit að ástinni. Þeir fóru á stefnumót, en án þess að sjá hvorn annan. Keppendurnir töluðu í gegnum „vegg“ og fengu aðeins að hittast ef þeir trúlofuðust. Þættirnir voru félagsleg tilraun til að svara spurningunni: „Er ást blind?“

Mark Cueavas og Lauren voru bæði þátttakendur í Love Is Blind og fóru á þó nokkur stefnumót. En eins og áhorfendur muna þá valdi Mark ekki Lauren, heldur Jessicu sem endaði með að hætta með honum við altarið á brúðkaupsdaginn.

Í maí síðastliðnum byrjaði rómantíkin að blossa aftur milli Mark og Lauren. En Lauren hefur nú hætt með Mark eftir að upp komst um meint framhjáhald hans. Lauren heldur því fram að þau voru saman en Mark segir að þau voru ekki saman.

Komst upp á Reddit

Aðdáandi þáttanna skrifaði á Reddit: „Vinnufélagi vinkonu minnar er að hitta Mark!!“ Aðdáandinn deildi einnig mynd af Mark með annarri konu og virtust þau vera á stefnumóti.

Í kjölfarið staðfesti Lauren að hún og Mark höfðu verið saman og sagði:

„Þetta er vandræðalegt þar sem ég á heima í Atlanta og hef verið að hitta Mark síðan í byrjun maí. Þetta er LC úr Love Is Blind. En ég var að hætta með honum. Ég kann að meta að þú deildir þessu og sparaðir mér orkuna að vera í sambandi með öðrum lygara.“

Í samtali við E! News segir Lauren að hún og Mark voru að hittast. „En við töluðum um að hitta ekkert annað fólk, sérstaklega vegna COVID-19. En þetta er búið núna,“ segir hún.

Mark sagði við E! News að þau hefðu ekki verið búin að ákveða að vera trú hvort öðru. „Ég naut þess að verja tíma með LC í nokkrar vikur en við vorum aldrei saman eins […] Ég óska henni alls hins besta.“

Mark og Jessica á brúðkaupsdaginn.

Mark trúlofaðist Jessicu Batten í þáttunum. Hann var yfir sig ástfanginn af henni en ástin var ekki endurgoldin og sagði hún meðal annars tíu ára aldursmuninn á milli þeirra vera ástæðu fyrir því.

Jessica hefur tjáð sig um málið. E! Online deildi Instagram-færslu um sambandsslitin og skrifaði netverji við færsluna: „Mark var að sofa hjá MÖRGUM konum í stúdíóinu þar sem hann æfði Á MEÐAN tökur fyrir þættina stóðu yfir.“

Jessica svaraði og sagði: „Vá, þetta eru fréttir. Ég vissi bara um eina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni

Tvö ensk stórlið auk Barcelona og Bayern á eftir pólsku ungstirni
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi

Myndband: Íslendingar sagðir hafa átt í götuslagsmálum í Taílandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.