fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Áhrifavaldur harðlega gagnrýndur fyrir að hunsa reglur um einangrun: „Hættuleg og furðuleg hegðun“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. apríl 2020 09:21

Arielle Charnas.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldur frá New York hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að nota sambönd sín til að fara fram fyrir röðina til að komast í próf fyrir kórónuveirunni. Daily Mail greinir frá.

Arielle Charnas er með 1,3 milljón fylgjendur á Instagram og eigin fatalínu hjá tískurisanum Nordstrom.

https://www.instagram.com/p/B-XQXNWA1ld/

Hún notaði sambönd sín og peninga til að komast í próf fyrir kórónuveirunni, þrátt fyrir að einkenni hennar væru væg. Hún reyndist smituð af veirunni en eftir greiningu hunsaði hún allar reglur um einangrun.

Til að byrja með einangraði Arielle sig ekki frá fjölskyldu sinni. Svo aðeins átta dögum eftir að hún var greind með kórónuveiruna ferðaðist hún með fjölskyldu sinni frá New York til The Hamptons. Skýrar reglur eru um að fólk sem er greint með kórónuveiruna þarf að vera í það minnsta tvær vikur í einangrun. En Arielle hélt áfram að umgangast eiginmann sinn og börn, og meira að segja barnfóstruna.

Neyðarástand ríkir í New York og hafa margir borgarbúar flúið til The Hamptons. Íbúar þar hafa áhyggjur af að veiran berist með íbúum stórborgarinnar, en þar eru til að mynda aðeins átta sjúkrahúsrúm fyrir sjúklinga á bráðamóttöku.

Gagnrýnd harðlega

Það er skortur á sýnatökupinnum í Bandaríkjunum og er fólk í áhættuhópi í forgangi. Sem þýðir að yngri og heilbrigðari einstaklingum er einfaldlega sagt að halda sig heima í sóttkví.

En Arielle tókst að fara fram fyrir röðina og var í kjölfarið greind með kórónuveiruna. Þrátt fyrir það fylgdi hún ekki settum reglum um einangrun. Hún hélt áfram að deila rými með fjölskyldu sinni, knúsa og kyssa eiginmann sinn og börn, og lét barnfóstruna halda áfram að sinna starfi sínu. Bæði eiginmaður hennar og barnfóstran fengu kórónuveiruna.

Gagnrýnin náði hámarki þegar  Arielle yfirgaf íbúð sína í New York með fjölskyldu sinni, settist upp í bíl og keyrði til The Hamptons.

Hættuleg og furðuleg hegðun

Rithöfundurinn Sophie Ross hefur gagnrýnt Arielle ítrekað á Twitter. Hún kallar hegðun Arielle „hættulega og furðulega.“

Þar sem Arielle deilir öllu lífi sínu á samfélagsmiðlum er auðvelt fyrir Sophie að fara yfir kjarna málsins, eins og hvenær Sophie var greind, að hún hafi ekki farið í einangrun og að eiginmaður hennar hafi síðan orðið veikur.

„Þann 15. mars sagði Arielle frá því að hún væri veik […] Hún hringdi strax í læknir til að fara í flensu- og kórónuveirupróf. Hjúkrunarfræðingur framkvæmdi prófin í bílnum og Arielle tók það upp fyrir Instagram og auglýsti lækninn í leiðinni,“ skrifar Sophie á Twitter.

„Hún var réttilega gagnrýnd fyrir þetta. Hún var sökuð um að nota sambönd sín til að fara í próf og „fara fram fyrir röðina“ þar sem einkenni hennar voru væg og hún er ekki í áhættuhóp,“ skrifar hún.

„Þann 17. mars sagðist hún ætla að halda áfram að deila efni á samfélagsmiðlum eins og venjulega. Hún sagði: „Mér þykir það leitt ef einhver mógðast en ég ætla að halda áfram.“ Hún sagðist einnig ekki ætla að tala um ástandið með kórónuveiruna aftur. Þann 18. mars greindi hún frá því að hún væri með kórónuveiruna […] Svo hélt hún áfram að deila efni eins og venjulega, leika með börnunum sínum, vera í kringum barnfóstruna og svo framvegis. Ég er ekki viss um af hverju að manneskja með kórónuveiruna myndi ekki fara í einangrun. Ég er ekki mamma en þetta er frekar augljóst. FARÐU Í EINANGRUN.“

Sophie segir að Arielle hafi síðan greint frá því að eiginmaður hennar væri orðinn veikur.

„Hún hefur notað tækifærið og auglýst kósýgalla á Instagram. Hún fór út úr húsi til að taka mynd af fötunum sínum. Hún er ekki bara að setja líf annara í hættu, hún er að setja hræðilegt fordæmi fyrir 1,3 milljón fylgjendur sína,“ segir Sophie og bætir við að barnfóstran hafi einnig orðið veik.

Sophie segir síðan frá Hamptons ferðinni og gagnrýnir Arielle harðlega fyrir að hafa farið átta dögum eftir greiningu.

„Það er líka mikilvægt að hafa í huga að húsið sem þau voru í er leighús, þannig þau eru bókstaflega að dreifa sýklum um hús einhvers annars núna.“

Twitter-þráður Sophie hefur vakið mikla athygli og fjölmargir gagnrýnt Arielle fyrir hættulega hegðun. Þú getur lesið allan þráðinn hér að neðan.

Arielle hefur lokað fyrir að fólk geti kommentað á Instagram-myndirnar hennar en annars ekkert tjáð sig um málið. Hún deildi þessari mynd fyrir fimm dögum síðan.

https://www.instagram.com/p/B-QEPMmA-dW/

Hvað segja lesendur, er þetta hættuleg og heimskuleg hegðun?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað

Hefur ítrekað reynt að taka samtalið en því er alltaf hafnað
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.