fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Arna var lítil í sér – Svo sá hún þessa mynd: „Ég var að springa í öllum merkingum orðsins“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arna Vilhjálmsdóttir stóð uppi sem sigurvegari Biggest Loser Ísland árið 2017. Í keppninni missti Arna sextíu kíló.

Arna fékk nóg af því að fela sig og líkama sinn, eftir að hafa stigið upp á vigt á íþróttatopp fyrir framan þjóðina ákvað hún að nú væri ekki aftur snúið. Hún heldur úti vinsælum Instagram-aðgangi og deilir hvetjandi myndum með jákvæðum boðskap. Arna sýnir sig alveg eins og hún er til að hvetja sig sjálfa og aðra.

Sjá einnig: Arna sigraði í Biggest Loser og deilir nú hvetjandi myndum á samfélagsmiðlum: „Ég er svona, og hvað?“

Arna opnaði sig fyrir fylgjendum sínum á Instagram í gærkvöldi. DV heyrði í henni og fékk góðfúslegt leyfi til að deila þessu áfram með lesendum.

Lítil í sér

„Ég var búin að eiga langan dag […] og var eitthvað lítil í mér,“ segir Arna.

Hún segir í samtali við DV að hún hafi verið lítil í sér vegna stress og kvíða sem hún finnur fyrir í kjölfar breytinga, en hún er að fara í nám.

„Þegar ég er stressuð og kvíðin þá er ég fljót að pikka allt sem er „að.“ Eins og það að ég sé búin að þyngjast,“ segir Arna.

„Ég fór að skoða myndir. Þar rakst ég á þessa frá 2016,“ segir Arna og birti myndina sem má sjá hér að neðan.

Myndin sem Arna birti.

„Að segja svo að ég hafi ekki náð langt þrátt fyrir að hafa þyngst eitthvað aftur er helvítis kjaftæði sem ég þarf að hætta að segja við mig sjálfa,“ segir hún.

„Ég flutti heim til bróður míns á Patreksfjörð og var í fjarnámi því ég var svo hrædd um að gera eitthvað heimskulegt, eins og skaða mig. Ég var að springa í öllum merkingum orðsins – andlega, líkamlega,“ segir Arna.

„Stundum er bara gott að minna sig á að það að vera hérna ennþá í dag er einn helvítis risa fokking sigur.“

https://www.instagram.com/p/B7ZRvxIpc4y/

Instagram

Arna er dugleg að deila myndum og hvetjandi boðskap á Instagram. Fyrir nokkrum dögum deildi hún mynd af sér þegar hún hafði nýlokið Biggest Loser Ísland keppninni.

„Þarna fannst mér ég ógeeeðsleg feit – svo ég setti textann yfir magasvæðið. Þetta var 2 vikum eftir lokaþátt. Ég var sirka 60-70 kg léttari en þegar ég byrjaði árið, en ég var að drepast yfir því hvað ég væri feit þennan dag. Sjá mig!!!! Ég er svo ótrúlega fín og flott þarna – nákvæmlega ekkert að, en samt, SAMT var ég ekki nægilega ánægð án þess að skilja af hverju,“ segir Arna og bætir við að í dag skilur hún af hverju henni hafi liðið svona.

„Núna er ég fyrst og fremst ánægð með persónuna sem líkaminn minn hefur að geyma. Ég þurfti að sættast við hana áður en ég gat sætt mig við líkamann minn og ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég ekki tíma lengur né nennu til að hata hann svona heiftarlega.“

https://www.instagram.com/p/B8FRPNzA280/

Þú getur fylgst með Örnu á Instagram @arnavilhjalms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.