fbpx
Sunnudagur 05.júlí 2020
Bleikt

Bað eiginmanninn um trekant með öðrum karlmanni  – Hefði betur sleppt því

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vildi krydda upp á kynlífið hjá mér og eiginmanni mínum, þannig ég stakk upp á því að við myndum fá annan karlmann í rúmið með okkur.“

Svona byrjar bréf konu til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun.

„Honum fannst hugmyndin spennandi. Við samþykktum að hann myndi ekki stunda sjálfur kynlíf með manninum. Hann sagði samt að þetta myndi vera kynþokkafullt, að sjá mig með öðrum karlmanni.“

Konan og eiginmaður hennar fundu karlmann á netinu sem var tilbúinn að koma í trekant með þeim. Hann kom til þeirra sex sinnum.

„Þetta var mjög gaman og okkur fannst þetta öllum mjög spennandi. En síðan heyrðum við ekkert frá karlmanninum í nokkra mánuði – eða svo sagði eiginmaður minn.“

Konan er 33 ára, eiginmaður hennar er 35 ára og karlmaðurinn er 28 ára.

„Við höfum verið gift í sex ár og eigum tveggja ára dóttur. Okkur kemur oftast vel saman en stundum er eins og við séum á allt öðrum stað þar sem vinna mannsins míns er mjög krefjandi,“ segir hún.

„En nýlega hefur hann verið mjög fjarlægur. Ég hélt að það væri bara vegna vinnuálags en ég var að fara með föt í fatahreinsun og fann bréf utan um smokk í vasanum hans. Ég hélt þá að hann væri að halda framhjá mér með konu. En síðan var ég að leita að ákveðinni mynd af dóttur okkar í símanum hans og fann myndband af manninum, sem við fórum í trekant með, totta hann.

Þú getur ekki séð andlit eiginmanns míns en ég þekki röddina hans. Ég fékk áfall.“

Konan segir að hún hefur ekkert sagt við eiginmann sinn. „En ég held að hann viti að það sé ekki allt með felldu. Ég er svo ringluð um hvort að ég og eiginmaður minn séum í opnu sambandi,“ segir hún.

„Ég hef aðeins talað við eina vinkonu sem segir að ég geti ekki kvartað undan hegðun eiginmanns míns því það var upphaflega mín hugmynd að bæta einhverjum við kynlífið okkar. Ætti ég að taka þessu bara eða tala við hann?“

Deidre segir:

„Ef það á einhvern tíma við að segja: „Gættu að því hvers þú óskar þér“ þá er það núna. Eins og þú hefur komist að, þá leiðir það auðveldlega til volæði fyrir annað ykkar að bæta einhverjum í kynlífið ykkar.

En þú fékkst leyfi frá eiginmanni þínum þegar þið fóruð í trekant, hann fór á bakvið þig. Kannski uppgötvaði eiginmaður þinn einhverjar samkynhneigðar tilfinningar. Þið ættuð að tala saman. Segðu honum hvað þú fannst óvart í símanum hans og að þið þurfið að tala um þetta.

Það getur vel verið að hann sé mjög áttavilltur sjálfur varðandi kynhneigð sína og skammist sín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

89 ára og var að eignast sitt fjórða barn. 65 ár á milli systkina

89 ára og var að eignast sitt fjórða barn. 65 ár á milli systkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Sofia Vergara táraðist yfir þessari áheyrnarprufu. Samdi ljóð til heiðurs látinni systur.

Sofia Vergara táraðist yfir þessari áheyrnarprufu. Samdi ljóð til heiðurs látinni systur.
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sjáið hvernig Khloe Kardashian hélt upp á 36 ára afmælið sitt

Sjáið hvernig Khloe Kardashian hélt upp á 36 ára afmælið sitt
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ótrúleg áheyrnaprufa fyrrum Ólympíufara

Ótrúleg áheyrnaprufa fyrrum Ólympíufara
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rússneski áhrifavaldurinn búinn að missa 127 kíló og 9000 fylgjendur

Rússneski áhrifavaldurinn búinn að missa 127 kíló og 9000 fylgjendur
Bleikt
Fyrir 1 viku

Drakk tvær vodkaflöskur á dag á meðan hún hugsaði um börnin sín

Drakk tvær vodkaflöskur á dag á meðan hún hugsaði um börnin sín

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.