fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

„Mannlega Ken-dúkkan“ kemur út sem trans: „Ég hef alltaf laðast að gagnkynhneigðum karlmönnum“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 19:30

Roddy áður en hún byrjaði að gangast stíft undir fegrunaraðgerðir. Roddy fyrir ferlið og Roddy í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rodrigo Alves hefur verið þekkt sem „mannlega Ken-dúkkan“ eftir að hafa rúmlega hundrað milljón krónum í fegrunaraðgerðir. Rodrigo hefur einnig komið fram í bresku útgáfu raunveruleikaþáttarins Celebrity Big Brother.

Nýlega kom Rodrigo út sem transkona og segir að þó margir þekki hana sem „Ken“ þá hefur henni „alltaf liðið eins og Barbie.“ Hún vill láta kalla sig Roddy og það sé notað kvenkyns fornöfn fyrir hana.

Roddy, 36 ára, fór í sína fyrstu fegrunaraðgerð aðeins 17 ára og varð fljótt háð því. Hún hefur síðan þá gengist undir meira en 100 aðgerðir sem hafa kostað hana um hundrað milljónir.

„Mér líður loksins eins og ég sé ég sjálf. Glæsileg, falleg og kvenleg,“ sagði Roddy í viðtali við Mirror.

„Í mörg ár reyndi ég að lifa lífi mínu sem karlmaður. Ég lét setja gervi magavöðva inn í mig, ég lét setja gervi vöðva í handleggina mína, en ég var að ljúga að mér sjálfri. Ég er kona og mér hefur ég alltaf fundist vera með kvenlegan heila. Nú er líkami minn í takt við hugann minn.“

Í fyrra fjarlægðu læknar kviðvöðvapúðana hennar og settu þá í rassinn hennar.

Myndataka breytti lífi hennar

Roddy áttaði sig á því að hún vildi fara í gegnum kynleiðréttingarferlið þegar hún var í myndatöku fyrir ári síðan. Hún var beðin um að klæðast kvenmannsfötum í myndatökunni.

Roddy segist ætla að fara „alla leið“ í ferlinu, en byrja á því að fá sér sílikonbrjóst.

„Ég mun geta verið í kjólum sem sýna brjóstaskoru mína og verið mjög kynþokkafull. Ég er mjög spennt,“ segir Roddy.

Hún ætlar að gera ýmislegt annað, eins og að fara í andlitslyftingu, láta fjarlægja Adamseplið sitt og skafa af kjálkalínu sinni.

Nýlega vöruðu læknar hana við því að heilsan hennar væri á hálum ís eftir að hún gekkst undir elleftu nefaðgerðina sína.

Alltaf verið gagnkynhneigð

Roddy laðast að gagnkynhneigðum karlmönnum og segir að kynlöngun hennar hefur minnkað, en það trufli hana ekki.

„Fólk hélt alltaf að ég væri hommi, og ég hélt það líka. En ég var aldrei samkynhneigð. Ég var aldrei hluti af homma senunni. Ég var aldrei í samböndum. Ég hef alltaf laðast að gagnkynhneigðum karlmönnum því ég er gagnkynhneigð kona,“ segir hún.

„Menn horfa á mig því þeir þrá mig, konur horfa á mig því þær vilja herma eftir mér.“

Roddy segist vona að fólk taki henni vel sem kona og er hún mjög spennt fyrir framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.